Mín reynsla af Olaplex

Færslan er skrifuð í samstarfi við Olaplex

Ég er að reyna að vera jafn dugleg að huga að hárinu mínu líkt og ég geri með húðina. Ég hef ekki alltaf verið heilbrigt hár en það er svo erfitt að eiga við skemmt hár og getur það líka verið hálf sársaukafullt. Ég hef verið í mörg ár að reyna að halda mínu hári heilbrigðu og er alltaf að skoða nýjar leiðir eða vörur sem geta hjálpað með það á auðveldan hátt.

Þegar ég átti Mikael þá prófaði ég í fyrsta skipti OLAPLEX sjampóið og næringuna, ég hafði mjög rangar hugmyndir um merkið en hélt það væri fyrst eingöngu fyrir þau sem voru með aflitað hár. Mér líkaði vörurnar ótrúlega vel og hef verið að kaupa þær sjálf alveg síðan. OLAPLEX bauð mér síðan að prófa restina af vörunum þeirra og ég var ekki lengi að segja já. Ég kynnti mér merkið ótrúlega vel en vísindin bakvið þau eru mjög spennandi og skemmtileg. Ég sagði frá því á Instagram og þið getið enn hlustað á það þar @ksam.beauty

Í stuttu máli hefur OLAPLEX einkaleyfi á sameindum sem koma til með að styrkja aftur brennisteinssamböndin í hárinu. Þegar hár verður fyrir hita, aflitun, sól ofl geta þessi brennisteinssambönd slitnað og það er í raun ómögulegt að koma þeim aftur saman, hinsvegar ná sameindirnar frá OLAPLEX að gera það. Það er það sem gerir OLAPLEX svo einstakt og það er það sem hefur hjálpað svo mörgum með skemmt hár að fá heilbrigt hár aftur

Vörurnar einkennast af 2x viðgerðarvörum, sjampó, næringu, leave in næringu og olíu.
Ég notaði allar vörurnar í rúman mánuð en mér fannst mjög skemmtilegt að nota viðgerðarvörurnar, þær fara á undan sjampóinu og næringunni en ég er í raun alltaf bara vön að nota hármaska eftir hárþvott. Svo mér fannst þessi aðferð hjá OLAPLEX mjög skemmtileg.

Hárið mitt varð alltaf silkimjúkt eftir meðferðirnar og hefur haldist mjúkt frá fyrstu notkun. Einnig hef ég tekið að það glansi mun meira og er léttara en það hefur verið. Mér finnst það einnig verða síður fitugra sem ég elska en ég elska líka Leave In næringuna. Ég er með mjög mikið hár og það getur tekið mig langan tíma að blása það en Leave In næringin styttir meðal annars blásturstímann verulega !!

Ég mun 100% koma til með að halda áfram notkun á vörunum til að viðhalda heilbrigði hársins. Ég gæti ekki mælt meira með.

Þú færð OLAPLEX á þessum sölustöðum
Sjoppan
Sprey Hárstofa
Kompaníið
Hárbeitt
Sápa.is
Trend
Gallerí útlit 
Rauðhetta
Beautybar.is
Hárland.is
Hársmiðjan
Adell
Hársaga
Gossip