Nýjar förðunarvörur með Mádara

Færslan er unninn í samstarfi við Mádara

Fyrir nokkrum vikum kom Mádara með förðunarvörur sínar á sölustaði og þær eru vægast sagt flottar. Ég hafði séð aðeins vörurnar á erlendum síðum og var því mjög spennt þegar ég frétti að vörunar væru á leiðinni til landsins.

Förðunarvörurnar eru þróaðar með það í huga að húðin er í aðalhutverki, húðin fái að njóta sín án þess að vera hulin og þakin vörum. Vörurnar eru Vörunrar eru því léttar og fær húðin að njóta sín vel í gegnum þær en auðvelt er að búa til bold lúkk en ljóminn er ekki langt undann. Þær eru þróaðar óháð kyni og óháð húðgerð svo þær eiga vel að henta öllum. Vegan og Cruelty Free

Skin Equal farðinn er til að mynda mjög léttur og gefur húðinni mjög náttúrulega og fallega þekju sem endist vel. Hann hentar öllum húðgerðum og í boði eru nokkrir litir svo allir ættu að finna sér lit við hæfi. Hyljarinn er sambærilegur farðanum en hann hefur létta áferð en gefur miðlungs þekju. Hann jafnar húðlitinn vel, er frábær undir augu en hann er líka hægt að nota einan og sér. Hann inniheldu til dæmis Hyaluronic sýru sem gefur góðann raka.

Þessi vara er í miklu uppáhaldi en hún greip mig strax. Þessir dropar eru ljóma dropar sem er hægt að nota undir farða, yfir eða eina og sér. Einnig má blanda út í farða eða rakakrem til að fá frekari ljóma á líkamann. Til eru nokkrir litir til að velja úr en það þarf rosalega lítið af dropunum þar sem ljóminn er mikill.

Ég var líka spennt fyrir þessum augnskuggapennum en þá er einnig hægt að nota sem highlighter á kinnbeinin. Minn litur er klárlega #65. Hann er kaldur, ljós litur sem hefur fullt af ljóma. Hann er hægt að nota á svo margan hátt, í innri krók augun, sem ljóma ofan á farða, undir augabrún til að gefa þeim létta lyftingu. Það eru til nokkrir litir en þeir eru allir svo fallegir.

Einnig komu frábærir varalitir og glossar, augabrúnaserum (sem virðist vera virka mjög vel)
Ég mæli með að þið gerið ykkur ferð í Heilsuhúsið og skoðið nýju förðunarvörurnar.