JÚLÍ: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR ( SKINCARE)

Ég hef verið að drukkna í allskonar verkefnum, plana komandi verkefni, prófa nýjar vörur og undirbúa margt skemmtilegt svo dagarnir þjóta hjá en ég get ekki sleppt þessum mánaðarlegu færslum og aftur ætla ég að skipta þeim upp og tala um skincare sér og makeup á morgun.

MÁDARA Antioxidant Sunscreen

Þessi sólarvörn hefur verið mín sólarvörn í allt sumar. Hún er frábær í alla staði. Sérstaklega þróuð fyrir skandinavískt veðurfar eins og allar Mádara vörurnar. Vörnin er full af andoxunarefnum sem vinna vel með sólarvörninni svo hún er ekki aðeins að vernda okkur frá útfjólubláum geislum sólarinnar heldur einnig öðrum skaðlegum sindurefni í umhverfinu.
Vörnin kemur bæði litlaus og í lit en liturinn er mjög fallegur og gefur mjög frísklega áferð á húðina.
SPF 30 vörn sem er breiðvirk.

Shiseido Vital Perfection LiftDefine Radiance Lifting Serum

Vital Perfection línan er í miklu uppáhaldi hjá mér en hún hentar mér mjög vel. Ég hef verið að nota serumið í rúma tvo mánuði núna og húðin mín er að elska það ! Serumið hefur þá eiginleika að þétta húðina og gera hana mun stynnari með reglulegri notkun. Það dregur einnig úr húðtón sem er frekar grár og líflaus en húðin fær frekari ljóma og birtu. C

Clarins Hydrating Gentle Foaming Cleanser

Ég er mjög smámunasöm þegar kemur að froðuhreinsi en margir þeirra innihalda tildæmis SLS sem er innihaldsefni sem notað er í vörum sem freyða. Þetta innihaldsefni getur verið mjög þurrkandi fyrir daglega notkun og jafnvel ert húðina hjá sumum. Ég vel því mína froðuhreinsa mjög vel. Ég fékk í fyrstu lúxusprufu af þessum nýja froðuhreinsi frá Clarins og kolféll fyrir honum. Fyrir það fyrsta er hann laus við SLS og hann er líka mjög rakagefandi. Hann róar húðina og er því fullkominn líka fyrir þurra og viðkvæma húð

OLAPLEX N°6 BOND SMOOTHER

Ég fékk að gjöf alla Olaplex línuna til að prófa í lok júní sem var virkilega skemmtilegt en ég heillaðist verulega af vísindunum bakvið Olaplex og fyrir hvað það stendur. Þið getið heyrt meira af því á Instagram hjá mér. Þessi vara kom mér mjög á óvart en þetta er Leave-In næring sem notað er eftir þvott og fyrir blástur. Þessi vara gefur hárinu enn meiri næringu og bindir hana. Varan styttir einnig blásturstímann en ég fann mikið fyrir því – ég hef aldrei verið eins snögg að blása á mér hárið.