JÚLÍ: MÍNAR UPPÁHALDS VÖRUR (MAKEUP)

Mér finnst ég vera búin að prófa svo mikið nýtt í förðunarvörum en finnst ég hafa minna tækifæri til að sýna almennilega frá þeim eða tækifæri til að nota margt. Ég hef lítið farið út í fínni tilefni síðustu vikur og er alltaf á flýti á morgnana á leiðina í vinnuna en vonandi fer að koma betra tækifæri til að setjast niður og dúlla sér meira.

Guerlain Kiss Kiss Shine Bloom #775

Ég er orðin húkkt á rauðum varalitum og er loksins búin að finna mér nokkra sem virka vel fyrir mig. Bæði minn tón og haldast vel á vörunum. Ég er enn pínu meðvituð þegar ég er með svona sterka liti á vörunum og finnst ég alltaf þurfa að vera að lagfæra eða bæta á ef ég hef ekki spegil fyrir framan mig. Guerlain varalitirnir eru svo fallegir og þessi er engin undantekning, Mér finnst þessi litur svo fallegur og ég stjórnað honum vel. Hann gefur mér léttan lit en ég get ýkt hann töluvert upp. Formúlan er glansandi og nærandi.

Nailberry Mindful Grey

Eitt af mínum uppáhalds naglalökkum en það er einmitt að finna í boxinu sem ég setti saman í samstarfi við Nailberry. Mindful Grey.
Ég er mjög hrifin af jarðbundnum litum í naglalökkum og þessi er svo fullkominn. Hann er pínu brúntóna með gráum undirtón myndi ég segja. Hann er fullkominn við hvaða dress sem er og er svo flottur á hvaða húðlit sem er.

Shiseido – Synchro Skin Self Refreshing Concealer

Ég hef mikið gripið í þennan hyljara síðustu mánuði en hann er jafn frábær og farðinn. Formúlan er vatnsheld, smitar ekki og lekur ekki af ef sviti myndast á húðinni. Hann sest ekki í fínar línur en þekjan góð miðað við hve létt formúlan er. Ég á tvo liti, einn sem ég nota fyrir augnsvæðið og annan fyrir önnnur svæði á andlitinu.

Clarins Ombre 4-Color Eyeshadow Palette 01 Fairy Tale Nude

Þessi fallega augnskugga paletta er svo falleg og einföld. Ég fýla hana sérstaklega þar sem tónarnir vinna svo vel með grænum augum en litirnir eru mjög rómantískir og fallegir. Ég hef notað hana ágætlega, ekki þó eins mikið og ég hefði viljað en ég mála mig í raun alltaf eins fyrir vinnu og eins og ég nefndi áðan hefur verið lítið af tilefnum til að mála sig meira en það. Ég sýndi einnig aðeins frá henni á Instagram um daginn og fleiri vöru sammála mér um hversu falleg þessi fallega er.