HIN FULLKOMNU RAKAKREM FYRIR FÖRÐUNINA

Það eru tvö rakakrem sem gríp alltaf í þegar ég farða mig fyrir sérstök tilefni. Þegar ég vil að húðin sé óaðfinnanleg, ljómandi, vel nærð og farðin endist sem lengst þá eru þessi rakakrem að fara að bjarga !!
En bæði rakakremin eru leyndarmál förðunarfræðinga að fallegri húð.

EMBRYOLISSE LAIT CRÉME CONCENTRE

Þegar ég var að farða sem mest þá var ég alltaf með eitt stykki af þessu rakakremi í kittinu. Það má segja að kremið hafi þrjá eiginleika í einni vöru. Það vinnur vel sem farðagrunnur, rakakrem og til að fjarlægja farða, ég mæli kannski ekki með því að fjarlægja allann farða en ég notaði það gríðarlega mikið til að lagfæra augnförðun, eyeliner og slíkt. Kremið gefur svo góðann raka sem endist allann daginn, mjúkt í áferð og gefur fallegan gljáa. Ég nota kremið þó ekki eingöngu bara undir farða heldur líka dagsdaglega einfaldlega sem rakakrem.
Embryolisse er fáanlegt hjá NOLA

BOBBI BROWN VITAMIN ENRICHED FACE BASE

Ég kynntist þessu kremi ekki fyrr en á þessu ári en féll strax fyrir því. Það hefur líka verið mikið notað undir farða hjá mér síðustu mánuði. Ég gríp meira í það þegar ég farða mig fyrir fínni tilefni frekar daglega notkun. Kremið er fremur þykkt í áferð en það bráðnar ótrúlega vel inn í húðina og þéttir hana verulega. Kremið er bæði rakakrem og farðagrunnur en farðinn situr ótrúlega fallega á húðinni. Húðin verður ekki bara vel nærð heldur verður hún silkimjúk og áferðin verður jöfn. Fjölvítamín fyrir húðina.
Til er augnkrem er líka sem vinnur eins nema á augnsvæðinu en ég gríp í það undantekningarlaust þegar ég farða mig fyrir fínni tilefni.
Bobbi Brown rakakremið og augnkremið fæst hjá Beautybox.is