
Færslan er skrifuð í samstarfi við Dior á Íslandi
Á dögunum kom haustlína Dior í verslanir og í þetta skiptið er hún vægast sagt falleg og ævintýraleg.
Grænir og rauðir tónar einkenna línuna en innblásturinn kemur frá ævintýralegum fuglum, fjöðrum og litunum þeirra .
Línan er svo flott en ég heillaðist gjörsamlega af öllu litlu samáatriðinum í púður vörunum, mér finnst svo falleg áferðin af fjörðunum, ég gæti hreinlega horft endalaust á þetta (mjög ýkt ég veit en þetta er satt!)
Línan inniheldur tvær augnskuggapallettur, önnur með rauðum tónum og hin með grænum. Báðar gullfallegar með sanseruðum litum.
Tveir kinnalitir sem eru miklar andstæður en báðir mjög mínir litir. Þrjú tryllt metalic naglalökk og sjö varablýantar. Varablýantarnir eru fremur þykkir með mjúka formúlu svo það má einnig nota þá sem varalit.
Myndirnar segja meira en þúsund orð, ég mæli með að þið kíkið við í Hagkaup Smáralind og skoðið línuna sjálf, hún er meira segja fallegri með berum augum
Þið finnið haust línuna í Hagkaup Smáralind, Hagkaup Akureyri og Lyf & Heilsu Kringlu
