MÁDARA Grow & Fix Brow and Lash Booster

Færslan er skrifuð í samstarfi við Mádara á Íslandi

Þegar förðunarlína Mádara kom til landsins (sem hægt er að lesa um hér) fékk ég að gjöf augnhára og augabrúnaserum frá Mádara.
Augabrúnirnar mínar hafa alltaf verið leiðinlegar, frá því ég man eftir mér. Alltaf verið þunnar, erfitt að fá fleiri hár til að vaxa, halda lit illa og erfitt að fylla vel inn í þær. Mjög þreytt vandamál.

Ég fer reglulega í litun, plokkun og nýverið brow lift hjá elsku Magdalenu en það hefur gert þvílíkt mikið fyrir en mig hefur alltaf langað í augabrúnir hafa meiri fyllingu og eru þéttari. Ég var því mjög spennt þegar sá þetta og ákvað að prófa eingöngu á brúnirnar. eftir nokkrar vikur að hafa notað vöruna fór ég fyrir slysni var að bera saman tvær myndir af mér og tók þá sérstaklega vel eftir brúnunum.
Ég deildi þessu á Instagram og það gjörsamlega sprakk allt (á góðann hátt)
Munurinn á brúnunum er svakalegur og það skemmtilega er að á seinni myndinni (neðri) hef ég mun minna af augabrúna vörum í hárunum en loksins er ég farin að komast upp með það


Það má því segja að þessi flotta vara sé að skila góðum árangri en hlakka til að halda áfram notkuninni og sjá hvað gerist á næstu vikum.

Þið getið fengið serumið hér