Erborian er loks mætt til Íslands !

Færslan er skrifuð í samstarfi við Erborian á Íslandi

Ég tók mér smá pásu frá blogginu en um leið og á ákvað að skrifa þessa færslu þá fann ég hvað ég hafði saknað þess mikið að setjast niður og skrifa
Það er svo skemmtilegt að hafa þennan miðil til að koma enn frekari upplýsingum á framfæri en að er einmitt ástæðan fyrir því að ég er að skrifa þetta blogg en Erborian er loks komið til Íslands og ég hef verið svo spennt að geta sagt meira frá.

Þegar ég fékk að kynnast Erborian þá heillaðist ég mikið af áherslum merkisins. Fyrir það fyrsta þá er Erborian sterkust í litaleiðréttandi vörum, BB og CC kremum en áherslur merkisins er að fá sem fallegustu áferðina á húðina, það er skemmtilegt að segja frá því að Erborian voru fyrstir til að koma með BB á Evrópumarkað. Erborian styðst við kóreska húðrútínu nema skref í kóreskri húðrútínu eru um 10! Erborian þróaði áhrifaríkar vörur og fækkaði skrefunum í 3! DETOX, BOOST og FINISH.

Detox skrefið snýst um hreinsun húðarinnar, Boost er ávinningur rakakrems, rakinn, virknin og finish er að ljúka rútínunni með léttu litaleiðréttingakremi sem gefur húðinni allega áferð og leiðréttir ójafnan litamun í húðinni. Vörurnar nýta virkni úr kóerskum jurtum sem vinna á ólíkum húðvandamálum.

Fyrsta skrefið, DETOX, er mikilvægasta skrefið því án hreinnar húðar gera kremin okkar minna gagn og getur einnig leitt til ýmis húðvandamála. Erborian einblýnir mikið á tvíhreinsun en ég fékk að prófa Centella hreinsilínuna og er gjörsamlega ástfangin.
Línan hefur mildan olíuhreinsi sem bráðnar vel á húðinni og leysir upp allann farða og sólarvörn. Olíuhreinsirnn losar um bólgur í húðinni og dregur úr roða en allar húðgerðir geta notað hreinsirinn. Þegar farðinn/sólarvörnin hefur verið fjarlægð er tími til að hreinsa önnur óhreinindi af húðinni en gelhreinsirinn í línunni er dásamlegur. Formúlan er einstaklega mjúk á húðinni og langt frá því að vera ertandi. Húðin verður mjúk eftir notkun en ég gæti mælt með hreinsinum fyrir viðkvæma húð vegna hve mjúkur og mildur hann er á húðinni.

Eftir hreinsun er nauðsynlegt að húðin fái raka, næringu og virkni en með hreinni húð gera kremin okkar meira gagn. Það er mjög sorglegt að sóa góðu kremi ofan á óhreina húð. Ég valdi mér Red Pepper rakakremið en valið var alls ekki auðvelt, kremin eru nokkur og hafa þau öll sýna skemmtilegu eiginleika.
Red Pepper inniheldur seyði úr rauðum pipar sem endurvekur húðfrumurnar. Með reglulegri notkun getur húðin endurheimt ljómann og birtu í húðina. Áferðin á kreminu er gelkennd og einstaklega mjúk og þæginleg á húðinni. Kremið hentar öllum húðgerðum.
Red Pepper Paste Maskinn er einnig dúndur fyrir húð sem vantar gott BOOST en hann gefur húðinni samstundis ljóma og er fullkominn í notkun fyrir fín tilefni þar sem húðin þarf að vera áferðalaus !