BIOEFFECT EGF POWER CREAM

Færslan er skrifuð í samstarfi við BIOEFFECT

Ekki fyrir svo löngu kom út nýtt og byltingarkennt rakakrem frá BIOEFFECT. Ég var núþegar orðin húkkt á Hydrating Cream en ég elska að nota það í morgun rútínuna mína. Kremið gefur svo fallega áferð á húðina og gefur henni góðan raka.
Nýja kremið kom með hvelli en það er svo spennandi, það er fyrsta krem varan sem kemur til með að innihalda EGF innihaldsefnið!

EGF Power Cream er kraftmikið og vinnur ótrúlega vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Jafnar litaráferð húðarinnar, vinnur á fínum línum og eykur þéttleikann. Áferðin á kreminu minnir helst á þeytt smjör en eg elska hvernig það bráðnar inn í húðina þegar maður dreyfir úr því. Húðin verður extra mjúk en rakinn er einnig mikill.

Ég var fljót að bæta EGF Power Cream inn í kvöldrútínuna mína en ég hef notað kremið á kvöldin núna síðan ég fékk það. Kremið hefur enn staðist allar væntingar og hef ég mest tekið eftir því hve góðann raka það gefur

Hægt er að kynna sér nánar um kremið hér og aðar vörur frá BIOEFFECT