GHD UNPLUGGED

Færslan er skrifuð í samstarfi við GHD á Íslandi

Ég hef notað GHD hártækin í nokkur ár núna og líkað svo ótrúlega vel. Ég keypti mér fyrst sléttujárn og hárblásara en eftir það var ekki aftur snúið og fjárfesti í krullujárni nokkrum mánuðum síðar líka. Ég er dugleg að fylgjast með nýjungum hjá merkinu en á dögunum fékk ég að prófa nýja sléttujárnið frá GHD “Unplugged”

Járnið er mjög spennandi en það sem það hefur fram yfir önnur sléttujárn frá GHD er að það er snúrulaust. Járnið er hægt að nota hvar sem er og auðvelt er að ferðast með það. Það er aðeins minna en hefðbundið járn og platan einnig aðeins mjórri en þó ekki það mjó að erfitt er að nota það. Það er hinsvegar fullkomið til að búa til krullur líka.
Járnið hitnar jafn mikið og önnur tæki frá GHD og hefur aðeins eina stillingu líkt og önnur járn. Með því fylgir snúra sem hægt er að hlaða bæði við venjulega innstungu og síma, bíl eða tölvu. Hleðslan dugar í ca 20 mínútur sem er að mínu mati fullkominn tími, ég hef tekið tímann sem ég er að blása á mér hárið og slétta það (allt mitt hár!) og ég er um það bil 12-15 mín.

Lítil taska fylgir með járninu svo það er auðvelt að ferðast með það svo það verði ekki fyrir óþarfa hnjaski og það fer mjög lítið fyrir því líka.

Ég hef nú þegar tekið það einu sinni með mér á stutt ferðalag og það reyndist svo vel að ég mun pakka því með mér til Akureyrar um helgina