Ég heiti Kristín Samúelsdóttir, snyrtivöruperri, áhugaljósmyndari og förðunarfræðingur.
Ég held úti Instagram aðgangi @ksam.beauty þar sem ég tek myndir af húð, hár og förðunarvörum að mestu leyti. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að taka myndir af fallegum snyrtivörum og deila með öðrum reynslu minni af þeim, þeirri þekkingu sem ég hef aflað mér og fræða aðra.
Áhugi minn á snyrtivörum byrjaði þegar ég var mjööög ung, ég held að mín fyrsta minning sé af mér varalita mig með varalitnum hennar mömmu sem var pastel fjólublár…. ég veit ekki enn í dag af hverju hún átti þennan lit af varalit eða hvor hún notaði hann, ætli það sé ekki efni í aðra sögu ! Mér fannst hann að minsta kosti mjööög fallegur þá.. bræður mínir hlóu reyndar mikið af mér þegar ég setti hann á mig, hvort það var liturinn á varalitnum eða hvernig ég setti varalitinn sjálf á mig veit ég ekki.
Ég byrjaði fyrir alvöru að mynda snyrtivörur árið 2017 en fyrir það hef ég verið að leika með myndavélina í rúm 10 ár.
Seinnipart árs 2017 fór ég í Reykjavík Makeup School og útskrifaðist þaðan með diploma sem förðunarfræðingur, eftir það jókst áhuginn á ljósmyndun og snyrtivörum sem blandaðist saman í þetta skemmtilega áhugamál.
Ég var bloggari fyrir BOX12.is þar sem ég fékk gríðarlega útrás fyrir að skrifa um snyrtivörur og hvað einkennir hverja og eina.
Ég hef meðal annars skrifað greinar fyrir fyrirtæki, tekið auglýsinga myndefni ásamt fjölda af öðrum skemmtilegum verkefnum.
Það brennur í mér mikil ástríða að fræða aðra um snyrtivörur, geta deilt minni reynslu áfram en ég er afar vel lesin og er sífellt að stækka viskubankann. Ég hef gríðarlega mikinn áhuga að prófa allskyns snyrtivörur og þar sem mig langar helst að geta þekkt þær allar og þar af leiðandi hjálpað sem flestum að finna réttu vöruna fyrir sig. Þess vegna er ég dugleg að prófa mig áfram með ólíkar vörur og vörumerki.
Ég hef verið afar lánsöm að vera í samstarfi með flottum vörumerkjum en allar færslur sem ég hef fengið að gjöf eða eru greiddar eru merktar sérstaklega. Umfjallanir mínar byggjast fyrst og fremst á eðli vörunnar, hvað hún gerir og fyrir hvern hún hentar. Ég er ávalt hreinskilin en ég vil ekki að álit mitt á vörunni spegli álit annarra. Allir þurfa að velja sér snyrtivörur út frá sinni húðgerð og húðvandamálum. Ég skrifa eingöngu til að fræða lesendur enn frekar um vörur eða önnur mál.
Ég er ávalt hreinskilin og ég fjalla ekki um vörur sem hafa ekki hentað mér eða ég kæmi ekki til með að mæla með fyrir aðra.
Ég tek að mér farðanir fyrir öll tilefni og myndatökur fyrir fyrirtæki og frekari fræðslur fyrir hópa.
Hægt er að hafa samband við mig í gegnum síðuna sjálfa,
Tölvupóst: kristinsam1340@gmail.com
Instagram: @ksam.beauty
Facebook: KristinSam_Makeup

